Húsnæðismarkaðurinn – í leit að nýju jafnvægi

Miðvikudaginn 9. desember stóð Greiningardeild ARION banka fyrir fundi um horfur á húsnæðismarkaði til ársins 2018 og gefur nú einnig út rit sem inniheldur ítarlega úttekt á markaði íbúðarhúsnæðis.Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun verðs á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og að nafnverð húsnæðis hækki um 30% fram til ársloka 2018. Hækkun raunverðs verði um 15% á sama tímabili.


Mestu hækkanirnar verða á þessu ári og fram á árið 2017, en þá mun hægja á hækkunum.

Ástæðan fyrir minni hækkunum þegar líður á spátímann er sú að reiknað er með að þá komi talsvert magn af nýjum íbúðum inn á markaðinn sem mun þá mæta uppsafnaðri eftirspurn síðustu ára.

Með því að smella í bláu línuna hér að neðan má sjá rit sem inniheldur úttekt Greiningardeildar ARION í heild sinni:

Húsnæðismarkaðurinn – í leit að nýju jafnvægi.