Undanfarna mánuði hefur verið unnið að uppsetningu þessarar nýju heimasíðu Meistarafélags húsasmiða. Eldri útgáfa síðunnar var sannarlega barn síns tíma og orðið tímabært að færa útlit og framsetningu til nútíma horfs.

Eins og sjá má er bjart yfir síðunni og viðmót fyrir notandann er aðgengilegra.

Ýmislegt á nýju síðunni mátti finna í eldri útgáfunni, en einnig má sjá margar nýjungar til hægðarauka og þæginda fyrir notandann.

Efst í valrönd síðunnar er að finna efni sem er af félagslegum toga; viðburðir & fundir, stjórn & nefndir og saga Meistarafélags húsasmiða.

Í valrenningnum til vinstri er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar sem tengjast starfsemi, réttindum og skyldum félaga í Meistarafélagi húsasmiða, ásamt beinum tenginum við aðila sem varða rekstur þeirra og framkvæmdir.

Kostnaður við umsjón og rekstur heimasíðunnar er töluverður og því er leitað samstarfs við nokkra af helstu birgjum byggingariðnaðarins sem tengjast starfsemi húsasmíðameistara. Þessa dagana er verið að ljúka frágangi á samningum við þessa aðila.

Það er vilji forráðamanna félagsins að heimasíðan verði lifandi vettvangur félagsmanna í Meistarafélagi húsasmiða. Meðal annars verður reglulegur fréttaflutningur hér á síðunni um þau málefni er varða félagsmenn, réttindi þeirra og starfsemi. Unnið er að fleiri efnisþáttum sem munu koma  fram hér á heimasíðunni á næstu vikum.

Félagasmenn eru hvattir til að vera duglegir við að heimsækja mfh.is

Þeir félagsmenn sem vilja koma á framfæri ábendingum og/eða efni er vinsamlegast bent á að hafa samband við umsjónarmann heimasíðunnar,

Guðjón Smára, netfang gsv@mfh.is eða við Jón Sigurðsson formann félagsins á jon@mfh.is.

Meðfylgjandi myndir eru frá Aðalfundi Meistarafélags húsasmiða 2015.