Nýr vefur með samhæfðum stöðlum í byggingavörum

Í frétt á vef Mannvirkjastofnunar er kynntur til sögunnar nýr vefur um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur. Vefurinn var opnaður 14. október s.l.

Í kynningu á vefnum kemur meðal annars fram:

Þessari síðu er haldið úti samkvæmt samkomulagi við Mannvirkjastofnun. Síðan verður vettvangur fyrir opinbera birtingu samhæfðra staðla sem heyra undir byggingarvörutilskipun ESB nr. 205/2011.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti.

Nánari upplýsingar á: www.samhaefdirstadlar.is.