Frágangur rakavarnarlaga

 

Nánari lýsing: Gegn fúa- og mygluskemmdum Þetta námskeið er fyrir þá sem vinna við frágang byggingarhluta sem mynda ytra byrði húsa s.s. þaka og útveggja. Markmið þess er að fræða þátttakendur um hlutverk og frágang rakavarnarlaga og mikilvægi þess að rétt sé frá þeim gengið. Fjallað er um raka í byggingum og byggingarefnum, eignleika og gerðir rakavarnarlaga, límbönd, þéttiefni og frágang þeirra. Farið er í gegnum deililausnir í mismunandi gerðum bygginga og byggingahluta. Ritið Frágangur rakavarnarlaga frá NMÍ er hluti námskeiðsgagna. Námsmat: 100% mæting.

 

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 13.11.2015

Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Lengd námskeiðs: 5 kennslustundir.

Kennari: Jón Sigurjónsson

 

 

Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka

 

Nánari lýsing: Þetta námskeið er ætlað minni fyrirtækjum og iðnmeisturum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð. Markmið þess er að kynna grundvallaratriði gæðakerfa. Farið er yfir kröfur til iðnmeistara um gæðastjórnun og gæðakerfi í mannvirkjalögum og byggingareglugerð og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Farið er yfir kröfur um hæfni iðnmeistara, samning á milli byggingarstjóra og iðnmeistara, innra eftirlit iðnmeistara og skráarvistun. Þátttakendur læra að leggja sjálfir drög að gæðakerfi sem uppfyllir þessar kröfur þar sem þátttakendur koma með dæmi um eigin verk. Þátttakendur geta mætt með eigin tölvur en boðið er upp á afnot af tölvum á staðnum. Námsmat: 100% mæting.

 

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 17.11.2015

Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Lengd námskeiðs: 7 kennslustundir

Kennari: Ferdinand Hansen