Mætum þörfinni – Íbúðamarkaður í brennidepli í ítarlegum bæklingi frá Samtökum iðnaðarins

Samtök iðnaðarins mæla árlega með talningu umfang framleiðslu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðir í framleiðslu eru taldar eftir húsnæðisgerð, raðhús, parhús, fjölbýli, sérbýli. Mat er lagt á stöðu framkvæmda eftir staðli ÍST-51. Með því að smella á slóðina hér að neðan má skoða ítarlegan bækling sem sýnir meðal annars heildarmagn íbúðarhúsnæðis í framleiðslu eftir byggingarstigi, stöðu og þróun í íbúðabyggingum, framtíðarspá og fleira áhugavert.
Bæklingurinn heitir: Mætum þörfinni – Íbúðamarkaður í brennidepli.
Slóðin er:
http://www.si.is/malaflokkar/efnahags-og-starfsskilyrdi/ibudatalning/