Fjögur félög löggiltra iðnmeistarafélaga stóðu saman að útgáfu á sérstöku kynningarblaði undir heitinu: Meistarablaðið. Þessi meistarafélög eru: Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Málarameistarafélagið, Meistarafélag húsasmiða og Múrarameistarafélag Reykjavíkur.
Öll eru félögin aðilar að Samtökum iðnaðarins og starfa innan Meistaradeildar SI (MSI).
Tilgangur útgáfunni er að vekja athygli á störfum löggiltra iðnmeistara. Tímasetningin er einnig miðuð við það að nú er komið í gang mikið framkvæmdatímabil í íslenskum byggingariðnaði og því full þörf á að skerpa á mikilvægi starfa löggiltra iðnmeistara þegar mannvirkjagerð er annarsvegar.
Dreifing blaðsins er til Verkfræðinga, Arkitekta og Byggingafulltrúa. Til starfsmanna bæjar- og sveitarfélaga sem hafa með framkvæmdir að gera. Svo og til stærri fyrirtækja sem koma að viðhaldi, framkvæmdum og mannvirkjagerð.
Hægt er að smella á meðfylgjandi PDF skjal og skoða blaðið í heild sinni.