BETRI byggingar – BÆTT heilsa
Málþing 24. nóvember á Grand hótel kl 13.00 – 18.00

IÐAN fræðslusetur, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ICEiaq, Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands. Arkitektafélag Íslands, Umhverfisstofnun, Astma og ofnæmisfélag Íslands, Nýsköpunarmiðstöð íslands, Tæknifræðingafélag Íslands bjóða þig velkomin á málþingið BETRI byggingar- BÆTT heilsa.

Loftgæði á heilbrigðisstofnunum vinnustöðum og heimilum hafa verið í brennidepli að undanförnu og talsverðar umræður skapast um viðhald bygginga og þörf fyrir endurnýjun þeirra. Hönnun bygginga, efnisval, framkvæmd, viðhald og notkun hefur víðtæk og afgerandi áhrif á daglega líðan okkar, virkni og frammistöðu í leik og starfi. Það er brýnt að efla þverfaglegt samstarf fagaðila til að tryggja lífsgæði okkar og heilsu með hagkvæma nýtingu fjármagns að leiðarljósi.

Smelltu hér til að skoða dagskrá málþingsins.