idannamsk

Upplýsingar um áhugaverð námskeið sem haldin verða hjá IÐUNNI á næstunni. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum IÐUNNAR, Vatnagörðum 20.

Krefjandi viðskiptavinir

 

Nánari lýsing: Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og aðra stjórnendur í byggingariðnaði sem þurfa að eiga samskipti við verkkaupa, undirverktaka, hönnuði, byggingaryfirvöld o.fl. Markmið þess er að auka hæfni þátttakenda til að eiga samskipti við þessa aðila. Fjallað er um hvernig framkoma viðskiptavinar reynist þátttakendum erfiðust og hvers vegna. Einnig um styrkleika þátttakenda í ólíkum aðstæðum og möguleika á að yfirfæra styrkleika frá einum aðstæðum yfir í aðrar og mikilvægi þess að greina ástæður fyrir vandanum. Farið er yfir ýmsar leiðir til að halda jafnvægi og vera lausnarmiðaður í erfiðum aðstæðum og hvernig megi á kurteinslega hátt standa fast á sínu, leiða samtalið á yfirvegaðri braut, segja erfiða hluti eða hafna því sem óskað er eftir. Fjallað er um leiðir til að vernda sjálfan sig gegn ágengum einstaklingum og taka ekki ásakanir persónulega. Námskeiðið er byggt upp á innlögnum, raunhæfum dæmum, umræðum og markmiðasetningu þátttakenda.

Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 21.10.2015

Lengd námskeiðs: 10 kennslustundir.

Kennari: Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

 

 

Gæðakerfi einyrkja og undirverktaka

 

Nánari lýsing: Þetta námskeið er ætlað minni fyrirtækjum og iðnmeisturum sem starfa sem undirverktakar og/eða einyrkjar í bygginga- og mannvirkjagerð. Markmið þess er að kynna grundvallaratriði gæðakerfa. Farið er yfir kröfur til iðnmeistara um gæðastjórnun og gæðakerfi í mannvirkjalögum og byggingareglugerð og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Farið er yfir kröfur um hæfni iðnmeistara, samning á milli byggingarstjóra og iðnmeistara, innra eftirlit iðnmeistara og skráarvistun. Þátttakendur læra að leggja sjálfir drög að gæðakerfi sem uppfyllir þessar kröfur þar sem þátttakendur koma með dæmi um eigin verk. Þátttakendur geta mætt með eigin tölvur en boðið er upp á afnot af tölvum á staðnum.

Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 21.10.2015

Lengd námskeiðs: 7 kennslustundir.

Kennari: Ferdinand Hansen

 

 

Hljóðvist í húsum

 

Nánari lýsing: Frágangur húshluta Þetta er námskeið fyrir fagmenn í byggingaiðnaði sem starfa við frágang veggja, lofta gólfa og annarra byggingarhluta Markmið þess er að kenna þátttakendum grundvallaratriði varðandi hljóðvist og réttan frágang. Fjallað er um hljóðeinangrun, hljóðísog, ómtíma og önnur atriði sem snerta hljóðvist. Farið er yfir frágang og notkun byggingarefna sem henta hverju tilfelli fyrir sig.

Námsamt: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 22.10.2015.

Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20.

Kennari: Steindór Guðmundsson.

 

 

Árangursrík samskipti

 

Nánari lýsing: Betri mórall Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og aðra stjórnendur í byggingariðnaði sem eru með mannaforráð. Markmið þess er að auka hæfni þátttakenda til að eiga samskipti við undirmenn, verkkaupa og aðra sem koma að verkum. Góð samskiptafærni er gríðarlega mikilvæg og getur skipt sköpum varðandi farsæld í starfi og einkalífi. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur átti sig á eigin samskiptamynstrum. Hver og einn kortleggur hvað er gagnlegt og árangursríkt í samskiptastíl viðkomandi og hvað mætti betur fara. Sérstaklega er farið yfir vænlegar leiðir til að ná fram breytingum í samskiptamynstrum, samvinnu í hóp og leiðir til að breyta hegðun starfsmanna. Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 28.10.2015.

Lengd námskeiðs: 10 kennslustundir.

Kennari: Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.