Raki og mygla í húsum II

Nánari lýsing: Hvernig á að losna við vandamálið? Þetta er framhaldsnámskeið um raka og myglu í húsum. Æskilegt er að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið Raki og mygla í húsum I. Markmið námskeiðsins er að kynna helstu aðferðir við hreinsun á raka- og myglusvæðum. Farið er yfir aðferðir til að meta myglu, mæla raka í byggingarefnum og fara yfir túlkun niðurstaða. Kynntar verða lauslega niðurstöður rannsókna vegna efnanotkunar og annarra aðferða við hreinsun á myglu. Fjallað verður um enduruppbyggingu og verkferla við hreinsun á afmörkuðum rýmum. Einnig er bent á atriði til umhugsunar við notkun byggingarefna og aðferðir til að minnka áhættu á að vandamálið komi upp aftur. Námsmat: 100% mæting

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 17.11.2015
Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Lengd námskeiðs: 10 kennslustundir
Kennarar: Kristmann Magnússon og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

 

Votrými, hljóðvist og frágangur

Nánari lýsing: Þetta námskeið er fyrir tæknimenn byggingastóra, eftirlitsmenn og múrara sem vinna að frágangi votýma. Farið verður í gegnum nýjustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist í votrýmum. Hljóðvistar- og votrýmiskerfi Álfaborgar kynnt og farið í gegnum þau atriði sem ber að varast við framkvæmd og úttekt votrýma. Búseti kynnir þá vinnu sem framkvæmd hefur verið vegna íbúða verkefnis þeirra við Smiðjuholt. Að loknu námskeiði verða léttar veitingar í boði. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Álfaborg og Weber.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 19.11.2015
Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Lengd námskeiðs: 3 kennslustundir
Kennari: Kennari ekki skráður

 

Tálgun

Nánari lýsing: Ferskar viðarnytjar Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðarlandinu. Markmið þess er að kenna þátttakendurm örugg vinnubrögð og að lesa í skógarefnið út frá útliti, eiginleikum og notagildi gripanna sem tálga á. Þátttakendur kynnast ýmsum íslenskum viðartegundum, eiginleikum þeirra og nýtingarmöguleikum og læra að tálga nytjahluti og skrautmuni úr þeim. Ennfremur að umgangast og hirða bitáhöld í ferskum viðarnytjum, hnífa, klippur, exi og sagir. Farið er í gegnum hvernig að fullgera eigi tálguhluti, þurrka, pússa og bera á. Allt efni og áhöld eru til staðar á námskeiðinu. Hægt verður að kaupa tálguhníf á námskeiðinu fyrir þá er vilja. Þátttakendur eiga að mæta í vinnufatnaði og taka með ykkur svuntu og fatnað eftir veðri vegna skógarferðar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 20.11.2015
Staðsetning: Landbúnaðarháskóli Íslands, Ölfusi
Lengd námskeiðs: 14 kennslustundir
Kennari: Ólafur Oddsson, Skógrækt ríkisins

 

Raunkostnaður útseldrar þjónustu

Nánari lýsing: Að reikna “rétt” verð Þetta er námskeið fyrir þá sem selja út vinnu, efni og tæki. Hér er m.a. kennt á forritið TAXTA sem gerir þátttakendum kleift að átta sig á einfaldan hátt á því hver raunkostnaður er að baki útseldri vöru og þjónustu. Taxti er líkan sem byggir á raunverulegum tölum um kostnað úr eigin rekstri. Út frá þeim reiknar TAXTI kostnað og nauðsynlegan hagnað af vöru og þjónustu. Þátttakendur munu að loknu námskeiði geta reiknað út verð á útseldri vinnu starfsmanna, verð á útseldri vélavinnu og vöruverð. Á námskeiðinu munu þeir flytja upplýsingar úr ársreikningum í TAXTA, fá tækifæri til að öðlast góða kostnaðarvitund, skilja forsendur verðmyndunar og hvernig hagnaður verður til. Þátttakendur þurfa að koma með síðasta ársreikning úr eigin rekstri og eru hvattir til að koma með eigin fartölvur en tölvur eru einnig í boði á kennslustað. Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 24.11.2015
Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Lengd námskeiðs: 7 kennslustundir
Kennarar: Eyjólfur Bjarnason og Ferdinand Hansen

 

Virðisaukaskattur af byggingaframkvæmdum

Nánari lýsing: Rétt skattskil Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn byggingafyrirtækja sem þurfa að ganga frá skilum á virðisaukaskatti. Markmið þess er að gera þátttakendum færa um framkvæma skattskil með fullnægjandi hætti. Farið er yfir helstu lög og reglugerðir sem varða virðisaukaskatt og fá þátttakendur svör við algengum spurningum sem varða framkvæmdina. Hvað er virðisaukaskattur og af hverju er hann reiknaður? Hvenær má nota innskatt og hvenær ekki? Hvað með rekstur bifreiða og virðisaukaskatt? Hverjir eiga að gera grein fyrir virðisaukaskatti og hverjir eru undanþegnir? Hvenær á að skila virðisauka og hverjar eru lágmarksfjárhæðir? Námsmat: 100% mæting.

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 25.11.2015
Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Lengd námskeiðs: 7 kennslustundir
Kennari: Katrín Helga Reynisdóttir hjá Profito

 

Mannvirki á ferðamannastöðum

Nánari lýsing: Hönnun útfærsla og bygging Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að framkvæmdum við byggingar á ferðamannastöðum. Skoðaðar eru ýmsar útfærslur og hvernig hægt er að mynda gott samræmi milli bygginga, skjólgirðinga og nánasata umhverfis. Sérstaklega er fjallað um veðurfar en skjól er forsenda þess að góðir útivistardagar verði sem flestir. Farið er yfir útfærslu og smíði en sértaklega verður fjallað um palla, viðhald og stígagerð á ferðamannastöðum. Einnig er farið yfir helstu timburtegundir, festingar, undirstöður og frágang. Námsmat: 100% mæting

Tímasetningar: Námskeiðið hefst þann 27.11.2015
Staðsetning: IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Lengd námskeiðs: 17 kennslustundir
Kennari: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt