1. nóvember s.l. fagnaði Íbúðalánasjóður því að 60 ár voru liðin frá því að fyrsta opinbera íbúðalánið var gefið út. Lánið sem var veitt til byggingar einbýlishúss í smáíbúðahverfinu, var að fjárhæð 50.000,- til 25 ára með 7% föstum vöxtum.

Á nýrri heimasíðu Íbúðalánasjóðs, ils.is, er farið yfir söguna hvað varðar opinber íbúðalán. Einnig gerð grein fyrir núverandi stöðu stofnunarinnar og framtíðarverkefni.